Feiminn við Björk 5. apríl 2007 10:00 Hot chip sveitin hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll á annan dag páska. Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“ Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“