Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood 13. apríl 2007 03:30 Hluti af Batman var tekin upp við Jökulsárlón en leikstjórinn Chris Nolan var svo hrifinn að hann notaði meira af sínum tökum heldur en búist hafði verið við. Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu „Iceland‘s landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin. Auk hinnar sérstæðu náttúru landsins er nefnt að hækkun endurgreiðslunnar úr ellefu í fjórtán prósent hafi jafnframt leikið stórt hlutverk í því að fá erlend kvikmyndatökulið hingað til lands.Clint Eastwood var ánægður með dvöl sína hér á landi og tökustjóri hans, Kokay Ampah, segir starfsfólkið hér á landi vera mjög vel tækjum búið.Í greininni er talað við tökustjóra kvikmyndaleikstjórans Clint Eastwood, Kokay Ampah, sem hrósar íslensku kvikmyndatökuliði og segir það hafa verið vel tækjum búið og hafi talað prýðilega ensku. Kvikmyndir Eastwoods, Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima, voru báðar að hluta til teknar upp hér á landi. Þá er jafnframt minnst á myndirnar Batman Begins, Bond-myndina Die Another Day og Laura Croft: Tomb Raider en greinarhöfundur segir þær allar hafa verið stærri heldur en hið hundruð þúsund ferkílómetra landsvæði. Rætt er við Einar Tómasson, verkefnisstjóra Film in Iceland, en þar kemur fram að erlent kvikmyndagerðarfólk sem hingað kemur hrífist ekki síður af því hve allar vegalengdir séu stuttar og hversu auðvelt sé að redda öllum hlutum. „Ég man sérstaklega eftir pókersenunni í Flags of our Fathers en það náðist að útvega vöruskemmu fyrir tökuna með klukkutíma fyrirvara,“ segir Einar. Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu „Iceland‘s landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin. Auk hinnar sérstæðu náttúru landsins er nefnt að hækkun endurgreiðslunnar úr ellefu í fjórtán prósent hafi jafnframt leikið stórt hlutverk í því að fá erlend kvikmyndatökulið hingað til lands.Clint Eastwood var ánægður með dvöl sína hér á landi og tökustjóri hans, Kokay Ampah, segir starfsfólkið hér á landi vera mjög vel tækjum búið.Í greininni er talað við tökustjóra kvikmyndaleikstjórans Clint Eastwood, Kokay Ampah, sem hrósar íslensku kvikmyndatökuliði og segir það hafa verið vel tækjum búið og hafi talað prýðilega ensku. Kvikmyndir Eastwoods, Flags of our Fathers og Letters from Iwo Jima, voru báðar að hluta til teknar upp hér á landi. Þá er jafnframt minnst á myndirnar Batman Begins, Bond-myndina Die Another Day og Laura Croft: Tomb Raider en greinarhöfundur segir þær allar hafa verið stærri heldur en hið hundruð þúsund ferkílómetra landsvæði. Rætt er við Einar Tómasson, verkefnisstjóra Film in Iceland, en þar kemur fram að erlent kvikmyndagerðarfólk sem hingað kemur hrífist ekki síður af því hve allar vegalengdir séu stuttar og hversu auðvelt sé að redda öllum hlutum. „Ég man sérstaklega eftir pókersenunni í Flags of our Fathers en það náðist að útvega vöruskemmu fyrir tökuna með klukkutíma fyrirvara,“ segir Einar.
Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein