Etanól ekki heilsusamlegra 19. apríl 2007 08:00 Etanól er meðal annars búið til úr korni. Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. Tölvulíkan var sett upp til að líkja eftir andrúmsloftinu árið 2020. Þar var tekið tillit til hitastigs, sólarljóss, skýja og rigningar miðað við tvenns konar aðstæður. Í annarri tilrauninni var reiknað með að allar bifreiðar væru knúnar af bensíni en í hinni óku allar bifreiðar með E85 sem er blanda af etanóli, 85 prósent, og bensíni, fimmtán prósent. Kom í ljós að á sumum svæðum ykist ósonmagn í lofti ef allar bifreiðar væru knúnar af lífrænu etanóli. Þar með myndi dauðsföllum af völdum asma og annarra öndunarsjúkdóma fjölga til muna.www.bbc.co.uk Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið
Bifreiðar knúnar af etanóli eru ekki endilega betri fyrir heilsuna. Bifreiðar drifnar áfram af etanóli gætu haft verri áhrif á heilsu manna en þær sem ganga fyrir bensíni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn Stanford-háskóla í Kaliforníu sem greint er frá á fréttavef BBC. Tölvulíkan var sett upp til að líkja eftir andrúmsloftinu árið 2020. Þar var tekið tillit til hitastigs, sólarljóss, skýja og rigningar miðað við tvenns konar aðstæður. Í annarri tilrauninni var reiknað með að allar bifreiðar væru knúnar af bensíni en í hinni óku allar bifreiðar með E85 sem er blanda af etanóli, 85 prósent, og bensíni, fimmtán prósent. Kom í ljós að á sumum svæðum ykist ósonmagn í lofti ef allar bifreiðar væru knúnar af lífrænu etanóli. Þar með myndi dauðsföllum af völdum asma og annarra öndunarsjúkdóma fjölga til muna.www.bbc.co.uk
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið