Aldrei fór ég suður á allra vörum 19. apríl 2007 09:00 Óttar Proppé í stuði Dr. Spock var hress að vanda á Aldrei fór ég suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. „Þeir tóku fullt af viðtölum við tónlistarfólkið sem var að spila hérna. Við erum ekkert að borga listafólkinu þannig að það er mjög fínt að það sé smá tækifæri að spila hér.“ Koma blaðamannanna er þegar farin að skila sér. Veftímaritið Drowned in Sound, sem er eitt mest skoðaða tónlistartímaritið á netinu, fjallaði ítarlega um hátíðina í gær. Sérstaklega er blaðamaður hrifinn af Esju, nýstofnaðri hljómsveit Daníels Ágústs og Krumma úr Mínus, og ofurhljómsveitinni Dr. Spock með Óttarr Proppé fremstan í flokki. Auk þess talar hann fallega um Pétur Ben, Lay Low, Ampop og fleiri. Aðrir blaðamenn sem komu voru meðal annars frá bresku blöðunum The Guardian og The Times og Musik Woche sem er eitt stærsta bransablaðið í Þýskalandi. Mugison Vill hafa hátíðina litla og heimilislega. „Mér fannst reyndar skrýtið að hafa þessa blaðamenn þarna því hugmyndin á bak við hátíðina var alltaf að hafa hana litla og heimilislega,“ segir Mugison. „Þetta rétt slapp núna, þeir voru nógu fáir til að falla inn í hópinn.“ Blaðamaður Drowned in Sound er sammála Mugison og talaði sérstaklega um það að nálægðin við listafólkið, aldursbreidd áhorfendahópsins og vestfirsku böndin væru stór hluti af því sem gerði hátíðina svona frábæra.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“