Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar 19. apríl 2007 14:30 Þór Freysson kannast við óróa meðal leikara en segir ekki um upphlaup að ræða. „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira