260 kr 21. apríl 2007 00:01 Það vatt sér að mér ellilífeyrisþegi um daginn og var nokkuð mikið niðri fyrir. Hann hafði hlýtt á stjórnmálaforingja hér á landi, sem nokkuð lengi hefur setið við völd, lofa því með pompi og prakt að nú skyldi öllum ellilífeyrisþegum tryggður 25 þúsund kall á mánuði í lágmarks lífeyrisgreiðslur, til hliðar við aðrar greiðslur. Þessu var víða tekið nokkuð fagnandi, en þessi tiltekni eldri borgari hafði hins vegar sest niður með blað og penna og farið að reikna. Hann komst að þeirri niðurstöðu að eftir að skerðingar og skattar hefðu verið teknar af þessum 25 þúsund kalli, stæðu eftir einhverjar litlar sjö þúsund krónur á mánuði. "Þetta eru um 260 krónur á dag þegar öllu er á botninn hvolft," sagði maðurinn og hristi höfuðið. "Það er nú allt og sumt." SVONA er mikilvægt að rýna vel í kosningaloforðin. Almannatryggingakerfið á Íslandi er orðið svo flókið og skerðingarnar svo miklar og þvældar að 25 þúsund kall til þeirra sem minnst hafa á milli handanna er alls enginn 25 þúsund kall þegar allt er reiknað. Fátæktargildrurnar, sem koma í veg fyrir að illa stæðir ellilífeyrirsþegar beri meira úr býtum, sjá kyrfilega til þess að kjarabætur skili sér ekki nema að litlum hluta ofan í þeirra vasa á endanum KANNSKI var þessum stjórnmálaforingja vorkunn. Hann ætlaði að vera grand. En líklega er orðið svo langt síðan að flokkur hans tók við stjórnartaumunum að hann er gjörsamlega búinn að gleyma því hvað þetta kerfi allt saman - sem byggist upphaflega á réttlætishugsjón en stjórnvöld hafa því miður látið algerlega óafskipt í bakgarðinum - er orðið mikið skrímsli. SVO heyrði ég af annarri manneskju, eldri borgara, sem upp á síðkastið hefur glímt við mikil veikindi og telst því öryrki. Í ofanálag liggur húsið hennar undir skemmdum. Vegna fúa þurfti að rífa alla efri hæðina af svo að húsið stóð opið upp á gátt. Þessi kona ákvað því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til þess að gera við húsið. EN þá gerðist hið sama og ég sagði frá hér að ofan. Þegar sparnaðurinn var tekinn út komu skerðingar og skattar á móti svo að kona þessi stóð eftir með litlar 70 þúsund krónur á mánuði. Og það sem verra er: Ef kona þessi ætti aur inni á öðrum bókum myndi hann heldur ekki nýtast í þessum aðstæðum. Ef hún tæki hann út og greiddi sér hann, kæmu skerðingarnar enn á ný eins og urrandi hundar til þess að reka hana aftur ofan í gildruna. SVONA þjóðfélag er ekki gott. Kona sem getur ekki gert við húsið sitt og horfir upp um gat á þakinu sínu, fárveik, með 70 þúsund krónur á mánuði eftir langa vinnuævi býr ekki góðu eða réttlátu þjóðfélagi. Og 260 krónur á dag í viðbótargreiðslur frá ríkinu munu auðvitað engu breyta fyrir hana. Í þessu dæmi þarf ekki bara nýtt þak á hús fyrir konu. Hér þarf róttæka endurreisn réttlætisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Það vatt sér að mér ellilífeyrisþegi um daginn og var nokkuð mikið niðri fyrir. Hann hafði hlýtt á stjórnmálaforingja hér á landi, sem nokkuð lengi hefur setið við völd, lofa því með pompi og prakt að nú skyldi öllum ellilífeyrisþegum tryggður 25 þúsund kall á mánuði í lágmarks lífeyrisgreiðslur, til hliðar við aðrar greiðslur. Þessu var víða tekið nokkuð fagnandi, en þessi tiltekni eldri borgari hafði hins vegar sest niður með blað og penna og farið að reikna. Hann komst að þeirri niðurstöðu að eftir að skerðingar og skattar hefðu verið teknar af þessum 25 þúsund kalli, stæðu eftir einhverjar litlar sjö þúsund krónur á mánuði. "Þetta eru um 260 krónur á dag þegar öllu er á botninn hvolft," sagði maðurinn og hristi höfuðið. "Það er nú allt og sumt." SVONA er mikilvægt að rýna vel í kosningaloforðin. Almannatryggingakerfið á Íslandi er orðið svo flókið og skerðingarnar svo miklar og þvældar að 25 þúsund kall til þeirra sem minnst hafa á milli handanna er alls enginn 25 þúsund kall þegar allt er reiknað. Fátæktargildrurnar, sem koma í veg fyrir að illa stæðir ellilífeyrirsþegar beri meira úr býtum, sjá kyrfilega til þess að kjarabætur skili sér ekki nema að litlum hluta ofan í þeirra vasa á endanum KANNSKI var þessum stjórnmálaforingja vorkunn. Hann ætlaði að vera grand. En líklega er orðið svo langt síðan að flokkur hans tók við stjórnartaumunum að hann er gjörsamlega búinn að gleyma því hvað þetta kerfi allt saman - sem byggist upphaflega á réttlætishugsjón en stjórnvöld hafa því miður látið algerlega óafskipt í bakgarðinum - er orðið mikið skrímsli. SVO heyrði ég af annarri manneskju, eldri borgara, sem upp á síðkastið hefur glímt við mikil veikindi og telst því öryrki. Í ofanálag liggur húsið hennar undir skemmdum. Vegna fúa þurfti að rífa alla efri hæðina af svo að húsið stóð opið upp á gátt. Þessi kona ákvað því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn til þess að gera við húsið. EN þá gerðist hið sama og ég sagði frá hér að ofan. Þegar sparnaðurinn var tekinn út komu skerðingar og skattar á móti svo að kona þessi stóð eftir með litlar 70 þúsund krónur á mánuði. Og það sem verra er: Ef kona þessi ætti aur inni á öðrum bókum myndi hann heldur ekki nýtast í þessum aðstæðum. Ef hún tæki hann út og greiddi sér hann, kæmu skerðingarnar enn á ný eins og urrandi hundar til þess að reka hana aftur ofan í gildruna. SVONA þjóðfélag er ekki gott. Kona sem getur ekki gert við húsið sitt og horfir upp um gat á þakinu sínu, fárveik, með 70 þúsund krónur á mánuði eftir langa vinnuævi býr ekki góðu eða réttlátu þjóðfélagi. Og 260 krónur á dag í viðbótargreiðslur frá ríkinu munu auðvitað engu breyta fyrir hana. Í þessu dæmi þarf ekki bara nýtt þak á hús fyrir konu. Hér þarf róttæka endurreisn réttlætisins.