Köngulóarmaðurinn mættur 25. apríl 2007 07:30 James Franco, Kirsten Dunst og Tobey Maguire á Evrópufrumsýningu Spider-Man 3 á Leicester-torgi í London. MYND/Getty Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Kirsten Dunst sem fer með hlutverk Mary Jane gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. Hundruð aðdáenda Köngulóarmannsins fylgdust með stjörnunum ganga eftir rauða dreglinum og fengu þeir aðgangshörðustu eiginhandaráritanir í bókina sína. Myndin hafði áður verið heimsfrumsýnd í Japan við góðar undirtektir. „Ég skemmti mér vel, þetta er stór viðburður og ég er mjög stoltur af þessari mynd," sagði Maguire, sem leikur Pétur Parker, betur þekktan sem Spiderman. Topher Grace, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum That 70´s Show, leikur í þriðju myndinni um Köngulóarmanninn. Hann sagðist ekki útiloka að leika í fjórðu myndinni um þessa vinsælu ofurhetju. „Ég myndi hugleiða það ef handritið væri gott og leikarahópurinn væri sá rétti," sagði hann. Spider-Man 3 verður frumsýnd hér á landi 4. maí næstkomandi og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur Lóa vafalítið spenntir eftir útkomunni. Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Kirsten Dunst sem fer með hlutverk Mary Jane gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. Hundruð aðdáenda Köngulóarmannsins fylgdust með stjörnunum ganga eftir rauða dreglinum og fengu þeir aðgangshörðustu eiginhandaráritanir í bókina sína. Myndin hafði áður verið heimsfrumsýnd í Japan við góðar undirtektir. „Ég skemmti mér vel, þetta er stór viðburður og ég er mjög stoltur af þessari mynd," sagði Maguire, sem leikur Pétur Parker, betur þekktan sem Spiderman. Topher Grace, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum That 70´s Show, leikur í þriðju myndinni um Köngulóarmanninn. Hann sagðist ekki útiloka að leika í fjórðu myndinni um þessa vinsælu ofurhetju. „Ég myndi hugleiða það ef handritið væri gott og leikarahópurinn væri sá rétti," sagði hann. Spider-Man 3 verður frumsýnd hér á landi 4. maí næstkomandi og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur Lóa vafalítið spenntir eftir útkomunni.
Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein