Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan.
Gagnrýnendur voru hins vegar ekki sérlega hrifnir af frumraun Hilton á tónlistarsviðinu, en gæfan gæti snúist henni í hag ef Timberlake kemur að málum. „Mér finnst við eiga vel saman,“ sagði Hilton.
Timberlake hefur áður sagst vilja vinna með fyrrverandi kærustu sinni, Britney Spears, til að hjálpa henni að endurlífga tónlistarferil sinn.