Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“
Tónlistarmennirnir láta lögin njóta sín en spila út frá þeim á sem fjölbreyttastan máta, stundum byggja þeir á stemningu lagsins, stundum á titli og texta og stundum á hljómagrind.
