Björgvin og Arnar á leið í Hauka 5. maí 2007 03:15 ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson og Fylkismaðurinn Arnar Jón Agnarsson munu að öllum líkindum semja við Hauka eftir helgi. Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira