Kvintett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir trompetleikarann Dave Douglas á tónleikum Djassklúbbsins Múlans á DOMO í kvöld kl. 21.
Ásamt Andrési sem leikur á gítar skipa kvintettinn þeir, Sigurður Flosason á altsaxófón, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Tónlistin á fimmtudaginn samanstendur af tónlist Dave Douglas en hann er einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum samtímans og á að baki um það bil tuttugu og fimm sólóplötur með hinum ýmsu hljómsveitarsamsetningum. Þess má geta að Dave Douglas lék á Jazzhátíð Reykjavíkur fyrir ófáum árum ásamt Tiny Bell Trio.