Rúnk gefur af sér 18. maí 2007 06:30 Rúnk: Benni, Bjössi, Hildur, Óli og Svavar. MYND/Hari Ég hrjáðist eitt sinn af sjúkdómnum „ungur og vitlaus” (og geri líklegast enn) og þess vegna, er ég var spurður að því í vetur hvort ég fílaði ekki sveitina Rúnk, spurði ég kæruleysislega til baka: „Rúnk, var það ekki bara einhver B pönksveit?” Nei, sú var svo sannarlega ekki raunin og fyrir þrekvirki góðra manna komst ég loks yfir einu breiðskífu Rúnks (fyrir utan eina jólaplötu), Ghengi Dahls. Ég þori að fullyrða að plata þessi hefur breytt lífi mínu, þvílíkur gleðigjafi sem þessi plata er. Þrátt fyrir að ég hafi ekki átt hana í langan tíma er þetta samt að mínu mati með betri poppplötum sem komið hafa út á þessari öld á Íslandi. Á bak við sveitina var líka einvala lið. Sett saman úr rústum Tónaflokksins og innihélt Hildi Guðnadóttur (í dag einn frambærilegasti sellóleikari landsins og gaf út plötuna Mount A í fyrra undir nafninu Lost in Hildurness. Er auk þess meðlimur í Stórsveit Nix Noltes og nú síðast múm), Benedikt Hermann Hermannsson (sem flestir þekkja sem einfaldlega Benni Hemmi Hemm), Björn Kristjánsson (tónlistarmaðurinn Borkó en nokkur eftirvænting hefur ríkt yfir fyrstu sólóbreiðskífu kappans en hann er einnig meðlimur í Skakkamanage), Óli Björn Ólafsson (vann Músíktilraunir aðeins 14 ára gamall með sveitinni Yukatan, spilaði seinna með Unun, var í Kanada og hefur spilað með Emilíönu Torrini, múm, Slowblow og er meðlimur í Stórsveit Nix Noltes) og Svavar Pétur Eysteinsson (aðalmaðurinn á bak við Skakkamanage). Sannkallað stórskotalið í íslensku neðanjarðartónlistarlífi. Ghengi Dahls fagnar brátt fimm ára afmæli sínu en Rúnk hefur aldrei formlega hætt þó að endurkoma sé víst ekki á döfinni. Platan hefur samt sem áður reynst mér mikill gleðigjafi undanfarið og blásið yl og lífi í mitt hjarta. Hvert sem ég fer, hvar sem ég er, hvort sem það er Suðurgatan, skíðagöngutækið í Laugum, lyftan í Landspítalanum eða rúmið í herberginu mínu, í sífellu syng ég, tralla og raula Rúnk. Aðallega þó „Fjalla-Fenomenon / Gaf mér Fanta Lemon“ en einnig „Yamahaaaa... / Algeymiii... / Í blakkátiii... / Í sameigninniii“ og „Í Atlavík, í Atlavík! [með mikla áherslu á A-ið]“ Hvet því alla sem vilja koma sér í gott stuð, fá sólina til þess að rísa og almennt heyra upplífgandi og frábæra tóna að verða sér úti um þessa stórkostlegu plötu. Af hverju þurfti ég að vera að hlusta á Linkin Park fyrir fimm árum? Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ég hrjáðist eitt sinn af sjúkdómnum „ungur og vitlaus” (og geri líklegast enn) og þess vegna, er ég var spurður að því í vetur hvort ég fílaði ekki sveitina Rúnk, spurði ég kæruleysislega til baka: „Rúnk, var það ekki bara einhver B pönksveit?” Nei, sú var svo sannarlega ekki raunin og fyrir þrekvirki góðra manna komst ég loks yfir einu breiðskífu Rúnks (fyrir utan eina jólaplötu), Ghengi Dahls. Ég þori að fullyrða að plata þessi hefur breytt lífi mínu, þvílíkur gleðigjafi sem þessi plata er. Þrátt fyrir að ég hafi ekki átt hana í langan tíma er þetta samt að mínu mati með betri poppplötum sem komið hafa út á þessari öld á Íslandi. Á bak við sveitina var líka einvala lið. Sett saman úr rústum Tónaflokksins og innihélt Hildi Guðnadóttur (í dag einn frambærilegasti sellóleikari landsins og gaf út plötuna Mount A í fyrra undir nafninu Lost in Hildurness. Er auk þess meðlimur í Stórsveit Nix Noltes og nú síðast múm), Benedikt Hermann Hermannsson (sem flestir þekkja sem einfaldlega Benni Hemmi Hemm), Björn Kristjánsson (tónlistarmaðurinn Borkó en nokkur eftirvænting hefur ríkt yfir fyrstu sólóbreiðskífu kappans en hann er einnig meðlimur í Skakkamanage), Óli Björn Ólafsson (vann Músíktilraunir aðeins 14 ára gamall með sveitinni Yukatan, spilaði seinna með Unun, var í Kanada og hefur spilað með Emilíönu Torrini, múm, Slowblow og er meðlimur í Stórsveit Nix Noltes) og Svavar Pétur Eysteinsson (aðalmaðurinn á bak við Skakkamanage). Sannkallað stórskotalið í íslensku neðanjarðartónlistarlífi. Ghengi Dahls fagnar brátt fimm ára afmæli sínu en Rúnk hefur aldrei formlega hætt þó að endurkoma sé víst ekki á döfinni. Platan hefur samt sem áður reynst mér mikill gleðigjafi undanfarið og blásið yl og lífi í mitt hjarta. Hvert sem ég fer, hvar sem ég er, hvort sem það er Suðurgatan, skíðagöngutækið í Laugum, lyftan í Landspítalanum eða rúmið í herberginu mínu, í sífellu syng ég, tralla og raula Rúnk. Aðallega þó „Fjalla-Fenomenon / Gaf mér Fanta Lemon“ en einnig „Yamahaaaa... / Algeymiii... / Í blakkátiii... / Í sameigninniii“ og „Í Atlavík, í Atlavík! [með mikla áherslu á A-ið]“ Hvet því alla sem vilja koma sér í gott stuð, fá sólina til þess að rísa og almennt heyra upplífgandi og frábæra tóna að verða sér úti um þessa stórkostlegu plötu. Af hverju þurfti ég að vera að hlusta á Linkin Park fyrir fimm árum?
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“