Leikið öfganna á milli 31. maí 2007 06:45 Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur í kvöld nýtt verk eftir Þórð Magnússon tónskáld. MYND/Hörður Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj. Sjostakovitsj var einn mesti meistari sinfóníska formsins á 20. öld og fimmtán sinfóníur hans eru magnaður vitnisburður um hina viðsjárverðu tíma sem hann lifði. Þær eru verk mikilla öfga og innihalda ólgandi ástríður, hugrekki, trega og sorg. Vert er að benda á fyrir þá sem vilja endurnýja kynnin af verkunum að Sjostakovitsj-röðin verður á dagskrá Rásar 1 á þriðjudagskvöldum í sumar og mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynna sinfóníurnar í tali og tónum. Á tónleikunum verður einnig flutt nýtt verk eftir Þórð Magnússon sem ber heitið „Það mótlæti þankinn ber“ og er þriðja verk Þórðar sem flutt er af Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er svokölluð lagboðavísa en þegar rímnamenn voru að leggja á minni laglínur sem þeir notuðu settu þeir inn einn einfaldan texta sem var auðvelt að muna til að auðvelda sér að muna hvaða laglína átti við hvaða ljóð,“ útskýrir Þórður. Þessi lagstúfur sem upphaflega var aðeins tvær nótur er nú orðinn að liðlega tuttugu mínútna tónverki. Þórður segir verkið í rökréttu framhaldi af síðasta verki sem hann samdi en hugmyndina sótti hann í gnægtarbrunn þess sem á tyllidögum er oft kennt við menningararf. „Ég fékk það áhugaverða verkefni að skrifa niður rímnalög eftir upptökum í tengslum við bók sem heitir Silfurplötur Iðunnar. Þar í rauninni kviknaði áhugi minn á þessum gömlu íslensku kvæðum,“ segir Þórður og segir að síðan hafi öll sín verk verið töluvert lituð af þessum arfi. „Ég sæki heilmikið í þetta, maður fær svona tengingu – að vera klassískt tónskáld á Íslandi er í raun pínulítið fáránlegt, hér er engin hefð en þarna er maður kominn með tengingu við land og þjóð.“ Tónleikarnir verða að sönnu fjölbreyttir því rúsínan í pylsuenda kvöldsins er flutningur breska bass-barítónsöngvarans Sir Donald McIntyre á „Kveðju Óðins“, aríu úr Valkyrjunum eftir Richard Wagner. Sir Donald McIntyre verður að teljast einn helsti bass-barítónsöngvari sinnar kynslóðar. Rumon Gamba stjórnar en tónleikarnir hefjast sem fyrr kl. 19.30 Klukkustund fyrir tónleikana verður aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn á Hótel Sögu. Strax að fundinum loknum mun Karólína Eiríksdóttir tónskáld kynna efnisskrá kvöldsins fyrir gestum. Allir eru velkomnir á fundinn. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj. Sjostakovitsj var einn mesti meistari sinfóníska formsins á 20. öld og fimmtán sinfóníur hans eru magnaður vitnisburður um hina viðsjárverðu tíma sem hann lifði. Þær eru verk mikilla öfga og innihalda ólgandi ástríður, hugrekki, trega og sorg. Vert er að benda á fyrir þá sem vilja endurnýja kynnin af verkunum að Sjostakovitsj-röðin verður á dagskrá Rásar 1 á þriðjudagskvöldum í sumar og mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynna sinfóníurnar í tali og tónum. Á tónleikunum verður einnig flutt nýtt verk eftir Þórð Magnússon sem ber heitið „Það mótlæti þankinn ber“ og er þriðja verk Þórðar sem flutt er af Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er svokölluð lagboðavísa en þegar rímnamenn voru að leggja á minni laglínur sem þeir notuðu settu þeir inn einn einfaldan texta sem var auðvelt að muna til að auðvelda sér að muna hvaða laglína átti við hvaða ljóð,“ útskýrir Þórður. Þessi lagstúfur sem upphaflega var aðeins tvær nótur er nú orðinn að liðlega tuttugu mínútna tónverki. Þórður segir verkið í rökréttu framhaldi af síðasta verki sem hann samdi en hugmyndina sótti hann í gnægtarbrunn þess sem á tyllidögum er oft kennt við menningararf. „Ég fékk það áhugaverða verkefni að skrifa niður rímnalög eftir upptökum í tengslum við bók sem heitir Silfurplötur Iðunnar. Þar í rauninni kviknaði áhugi minn á þessum gömlu íslensku kvæðum,“ segir Þórður og segir að síðan hafi öll sín verk verið töluvert lituð af þessum arfi. „Ég sæki heilmikið í þetta, maður fær svona tengingu – að vera klassískt tónskáld á Íslandi er í raun pínulítið fáránlegt, hér er engin hefð en þarna er maður kominn með tengingu við land og þjóð.“ Tónleikarnir verða að sönnu fjölbreyttir því rúsínan í pylsuenda kvöldsins er flutningur breska bass-barítónsöngvarans Sir Donald McIntyre á „Kveðju Óðins“, aríu úr Valkyrjunum eftir Richard Wagner. Sir Donald McIntyre verður að teljast einn helsti bass-barítónsöngvari sinnar kynslóðar. Rumon Gamba stjórnar en tónleikarnir hefjast sem fyrr kl. 19.30 Klukkustund fyrir tónleikana verður aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldinn á Hótel Sögu. Strax að fundinum loknum mun Karólína Eiríksdóttir tónskáld kynna efnisskrá kvöldsins fyrir gestum. Allir eru velkomnir á fundinn.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira