Heilsa

Súkkulaði fyrir heilann

Enn sannast að súkkulaði er ekki bara óhollt.
Enn sannast að súkkulaði er ekki bara óhollt.

Flavanólar í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og te geta bætt minni.

Vísindamenn hafa lengi vitað af heilsusamlegum áhrifum ýmissa flavanólefna í mat. Nú hafa þeir komist að því að ein ákveðin tegund þeirra, epíkatesín, getur bætt minni í músum. Epíkatesín fyrirfinnst í súkkulaði, bláberjum, vínberjum og tei.

Blóðflæði til heila músa sem fengu efnið batnaði til muna og heilafrumur urðu þroskaðri. Þetta gæti líka átt við í mönnum, þó að ekki sé búið að rannsaka það.

Samfara niðurstöðunum vara vísindaenn við að heilsusamleg áhrif efnisins í súkkulaði séu til lítils vegna annarra skaðlegri og meira fitandi efna í súkkulaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.