Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað 14. júní 2007 10:00 Kvikmyndin verður tekin til sýninga hér á landi í haust. Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning