Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C. 18. júní 2007 03:15 Kryddpíurnar munu að öllum líkindum koma saman í lok þess árs og halda sex tónleika víðsvegar um heiminn. Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar. Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar.
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira