Daníel og Rut 20. júní 2007 06:00 Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Og vissulega hefur okkur miðað og vissulega ber hver og einn ábyrgðina á eigin lífi. Umhverfið sér hins vegar enn þá um að temja hugsunarháttinn til fornra viðhorfa. Það sendir óteljandi smáskilaboð sem minna á skilyrt hlutverk kynjanna, gefur litlar lævísar leiðbeiningar til stúlkna og pilta um þekkilega sjálfsmynd nógu víða til að við tökum sjaldan eftir þeim. Framleiðsla staðalmyndanna er stöðug: Á hverjum öskudegi ár eftir ár fyllast leikskólarnir af prúðum prinsessutelpum og hugrökkum ofurhetjudrengjum. Meira að segja í kirkjulegu barnastarfi er börnum enn kenndur tvísöngurinn um Daníel og Rut. Þær eiga að vilja líkjast Rut sem er svo sæt og góð en þeir absolútt eins og Daníel sem er fylltur hetjumóð. Einn vinsælasti raunveruleikaþátturinn í sjónvarpi um þessar mundir er „America"s Next Top Model" þar sem ungar stúlkur berjast um titilinn. Nýleg keppni gekk út á það, hver liti best út dauð - skotin, kyrkt eða skorin á háls. Umræða dómnefndarinnar snerist um flotta leggi, þokkafullar stellingar og geðveikt sexí áverka á meðan keppendur tístu af fögnuði yfir frábærum árangri sínum í hlutverkum fórnarlambanna. Enda fátt jafn heillandi og misþyrmdar konur. Nema ef vera skyldi frjálslyndasti bæjarstjóri landsins. Að sögn vinar hans sem rekur elstu starfsgrein mannkyns … úps afsakið, elsta strippklúbb landsins, starfa þar árlega hundrað og fimmtíu stúlkur, flestar til að fjármagna langskólanám. Með sama áframhaldi verður meirihluti verkfræðinga, lækna og lögfræðinga Austur-Evrópu kvenkyns. Því frelsi einstaklingsins er svo frábært að það er allt leyfilegt. Nema reyndar er bannað að býsnast og líka bannað að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Annars ertu ofstækisfull öfgamanneskja. Auðvitað er sífelld pólitísk rétthugsun húmorslaus og hundleiðinleg til lengdar en æ, það væri svo gott ef kvenréttindadagurinn 19. júní skilaði einhverjum árangri. Fyrir Rut og líka fyrir Daníel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Og vissulega hefur okkur miðað og vissulega ber hver og einn ábyrgðina á eigin lífi. Umhverfið sér hins vegar enn þá um að temja hugsunarháttinn til fornra viðhorfa. Það sendir óteljandi smáskilaboð sem minna á skilyrt hlutverk kynjanna, gefur litlar lævísar leiðbeiningar til stúlkna og pilta um þekkilega sjálfsmynd nógu víða til að við tökum sjaldan eftir þeim. Framleiðsla staðalmyndanna er stöðug: Á hverjum öskudegi ár eftir ár fyllast leikskólarnir af prúðum prinsessutelpum og hugrökkum ofurhetjudrengjum. Meira að segja í kirkjulegu barnastarfi er börnum enn kenndur tvísöngurinn um Daníel og Rut. Þær eiga að vilja líkjast Rut sem er svo sæt og góð en þeir absolútt eins og Daníel sem er fylltur hetjumóð. Einn vinsælasti raunveruleikaþátturinn í sjónvarpi um þessar mundir er „America"s Next Top Model" þar sem ungar stúlkur berjast um titilinn. Nýleg keppni gekk út á það, hver liti best út dauð - skotin, kyrkt eða skorin á háls. Umræða dómnefndarinnar snerist um flotta leggi, þokkafullar stellingar og geðveikt sexí áverka á meðan keppendur tístu af fögnuði yfir frábærum árangri sínum í hlutverkum fórnarlambanna. Enda fátt jafn heillandi og misþyrmdar konur. Nema ef vera skyldi frjálslyndasti bæjarstjóri landsins. Að sögn vinar hans sem rekur elstu starfsgrein mannkyns … úps afsakið, elsta strippklúbb landsins, starfa þar árlega hundrað og fimmtíu stúlkur, flestar til að fjármagna langskólanám. Með sama áframhaldi verður meirihluti verkfræðinga, lækna og lögfræðinga Austur-Evrópu kvenkyns. Því frelsi einstaklingsins er svo frábært að það er allt leyfilegt. Nema reyndar er bannað að býsnast og líka bannað að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Annars ertu ofstækisfull öfgamanneskja. Auðvitað er sífelld pólitísk rétthugsun húmorslaus og hundleiðinleg til lengdar en æ, það væri svo gott ef kvenréttindadagurinn 19. júní skilaði einhverjum árangri. Fyrir Rut og líka fyrir Daníel.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun