Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel 25. júní 2007 08:30 Þeir Alex og Gylfi eru meðal þeirra sem æfa í kjallaranum. „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira