Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel 25. júní 2007 08:30 Þeir Alex og Gylfi eru meðal þeirra sem æfa í kjallaranum. „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“