Damon frumsýnir óperu 27. júní 2007 03:30 Damon Albarn er völundur á tónlistarsviðinu eins og sannast með nýju verki hans sem er ópera. Nordicphotos/afp Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun. Verkið ber heitið „Monkey: Journey to the West" en í viðtali við dagblaðið The Telegraph heldur tónskáldið því fram fullum fetum að þar sé ópera á ferð. Verkið er sungið, reyndar á mandarín-tungu, en greinarhöfundurinn getur þess að betra væri að líta á verkið sem kínverskan „byltingar-ballett" með rúmlega þrjátíu fimleikamönnum og dönsurum auk myndskreytinga Jamies Hewlett sem skrýtt hefur margmiðluð verkefni hljómsveitarinnar Gorillaz. Hljóðfæraskipan er einnig heldur óvenjuleg en þar er leikið á glerharmonikku, kínverskar lútur og flautur auk hins tignarlega spils ondes Martenot sem tónskáldið franska Olivier Messiaen hampaði mjög og Albarn getur að hann sé nokkuð heillaður af. Hljóðfæraleikarnir grípa einnig í túbur og fiðlur en eini þátttakandinn í flutningnum sem er algjörlega af „klassíska skólanum" er stjórnandi ævintýrisins, André de Ridder, en hann stýrði nýlega tónleikauppfærslu á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem sýnd var hér á vordögum í tilefni af Listahátíð. Sjálfur segist Albarn aðeins hafa séð eina óperu, Orfeus eftir Monteverdi sem leikstjórinn Shi-Zheng setti upp en sá leikstýrir einnig þessu nýjasta útspili Albarns. Sagan sjálf er einnig komin frá Zheng en hún byggir á fornri kínverskri goðsögu. Albarn er sagður lítt gefinn fyrir að endurtaka sig svo forvitnir lesendur gætu þurft að hafa hraðann á ætli þeir ekki að missa af þessum viðburði en sýningum á verkinu lýkur 15. júlí. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun. Verkið ber heitið „Monkey: Journey to the West" en í viðtali við dagblaðið The Telegraph heldur tónskáldið því fram fullum fetum að þar sé ópera á ferð. Verkið er sungið, reyndar á mandarín-tungu, en greinarhöfundurinn getur þess að betra væri að líta á verkið sem kínverskan „byltingar-ballett" með rúmlega þrjátíu fimleikamönnum og dönsurum auk myndskreytinga Jamies Hewlett sem skrýtt hefur margmiðluð verkefni hljómsveitarinnar Gorillaz. Hljóðfæraskipan er einnig heldur óvenjuleg en þar er leikið á glerharmonikku, kínverskar lútur og flautur auk hins tignarlega spils ondes Martenot sem tónskáldið franska Olivier Messiaen hampaði mjög og Albarn getur að hann sé nokkuð heillaður af. Hljóðfæraleikarnir grípa einnig í túbur og fiðlur en eini þátttakandinn í flutningnum sem er algjörlega af „klassíska skólanum" er stjórnandi ævintýrisins, André de Ridder, en hann stýrði nýlega tónleikauppfærslu á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem sýnd var hér á vordögum í tilefni af Listahátíð. Sjálfur segist Albarn aðeins hafa séð eina óperu, Orfeus eftir Monteverdi sem leikstjórinn Shi-Zheng setti upp en sá leikstýrir einnig þessu nýjasta útspili Albarns. Sagan sjálf er einnig komin frá Zheng en hún byggir á fornri kínverskri goðsögu. Albarn er sagður lítt gefinn fyrir að endurtaka sig svo forvitnir lesendur gætu þurft að hafa hraðann á ætli þeir ekki að missa af þessum viðburði en sýningum á verkinu lýkur 15. júlí.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“