Bandaríski kvikmyndaleikarinn Laurence Fishburne mun leikstýra kvikmyndaútgáfu af hinni ofurvinsælu bók Paul Coelho, Alkemistinn. Allar líkur eru á því að Fishburne muni einnig koma að handritsskrifum en málið ku vera á upphafsreit. Alkemistinn er einhver vinsælasta bók allra tíma og hefur setið á toppi metsölulista um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál.
Enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið hverjir leika aðalhlutverkin en meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að framleiða myndina með Fishburne er Barrie Osbourne.