Velheppnað popp 1. júlí 2007 01:30 Good Girl Gone Bad Rihanna HHH Good Girl Gone Bad ristir ekki djúpt, en lögin eru góð og útsetningarnar eru nógu frísklegar til að halda athyglinni. Gott dæmi um vel heppnað vinsældarpopp. Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“