Velkomin aftur 5. júlí 2007 01:00 Icky Thump The White Stripes HHHH Hrá, grípandi og sveitt. Já, dúettinn The White Stripes er aftur búinn að finna fjölina sína. Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“