Vatnið úr myllu kölska 6. júlí 2007 02:00 Guðlaugur Kristinn Óttarsson, tónsmiður og rafhljóðaspekúlant, með meiru. Frettablaðið/Róbert Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköpuð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomuhalds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika. Yfirskrift tónleikanna er útúrsnúningur úr kunnum íslenskum frasa: Vatn úr myllu Kölska kalla þeir félagar tónleikahaldið sem hefst annað kvöld kl. 20.30. Frumflutt verður nýtt tónverk eftir Einar, Ópusar af Dense Time-safninu sem Guðlaugur sendi frá sér í fyrra auk verka eldri meistara. Gripið er í ýmis hljóðfæri við flutninginn: Rafgítar, tölvugítar, forveru hnéfiðlunnar, Viola da Gamba auk slagverks af ýmsu tagi. Einar vann á sínum yngri árum með ýmsum fjöllistamönnum: hann var í Medúsu-hópnum úr Breiðholtinu, hinum sérstaka íslenska ungskáldahóp sem hóf upp raust sína á árum pönksins og kom með séríslenska-súrrealisma inn í íslenskar bókmenntir. Þar voru með Einari í för Sjón, Jóhamar, og Þór Eldon, síðar Sykurmoli. Einnig starfaði hann í hljómsveitinni Fan Houtens Kókó, sem leiddi hann síðar beint inn í hljómsveitina Kukl sem varð fyrsta útrásarsveit Íslendinga – með ófyrirséðum afleiðingum - svo sem Sykurmolunum og sólóferli Bjarkar. Einar lauk BA prófi í tónlistarkennslu 1989 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, og síðar framhaldnámi í tónsmíðum og tónvísindum frá sama skóla, og hefur starfað síðan sem tónlistarkennari og skólastjóri við ýmsa tónlistarskóla á Íslandi. Hann hefur verið afkastamikið tónskáld, jafnt í nútímatónlist, kvikmyndatónlist sem og alþýðutónlist. Af kvikmyndatónlist má nefna „Dagsverk“ eftir Kára Schram, heimildarmynd um Jón úr Vör, og „Draumadísir“ eftir Ásdísi Thoroddsen. Helstu nútímatónverk Einars eru t.d. „Sketches for Piano“, „String Travels“, „Grandmother“, „Introitus“, „On the 128th Birthday of Eric Satie“, og „Tribute to Spring and Franz Liszt“. Af nýjustu viðfangsefnum Melaxar má helst nefna: Óperu við texta Dags Sigurðarsonar skálds, söfnum náttúrulegra umhverfishljóða og smíði klassískra miðaldarhljóðfæra, en á tónleikunum í Vatnasafninu mun Einar leika á eitt af smíðaverkum sínum: Viola da Gamba, sem er undanfari knéfiðlunar. Lagsbróðir hans, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddi endursköpun íslenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þeyr og Kukl þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveitanna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistarmenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guðlaugur ýmsar stefnur og nálganir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk nýbylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan sem rythma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tónsmíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Schostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári síðan kom út platan Dense Time þar sem Guðlaugur flytur verk sín ásamt ýmsum tónlistarmönnum. Á þeirri plötu má finna gott yfirlit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaugur hefur þróað með sér. Tónleikarnir í Vatnasafninu byggja annars vegar á efninu sem þar er að finna, en í upphafi tónleikanna verður frumflutt nýtt verk; „On the binary nature of triad structures in the subnuclear realm“ auk verka tónskáldanna Vivaldi, Bach og Charles Mingus. Forvitnilegt verður gestum að heyra þá félaga flytja verk sín í sérkennilegum heimkynnum Vatnasafnsins þegar kvöldsólin skín beint inn um glugga safnsins sérstaka í Hólminum. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þegar Roni Horn kom Vatnasafni sínu á fót í Stykkishólmi var stór hluti af áætlunum hennar og breska listafyrirtækisins ArtAngel að þar yrði sköpuð aðstaða fyrir Hólmara og aðkomumenn til samkomuhalds. Annað kvöld rætist það: Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Melax verða þar með tónleika. Yfirskrift tónleikanna er útúrsnúningur úr kunnum íslenskum frasa: Vatn úr myllu Kölska kalla þeir félagar tónleikahaldið sem hefst annað kvöld kl. 20.30. Frumflutt verður nýtt tónverk eftir Einar, Ópusar af Dense Time-safninu sem Guðlaugur sendi frá sér í fyrra auk verka eldri meistara. Gripið er í ýmis hljóðfæri við flutninginn: Rafgítar, tölvugítar, forveru hnéfiðlunnar, Viola da Gamba auk slagverks af ýmsu tagi. Einar vann á sínum yngri árum með ýmsum fjöllistamönnum: hann var í Medúsu-hópnum úr Breiðholtinu, hinum sérstaka íslenska ungskáldahóp sem hóf upp raust sína á árum pönksins og kom með séríslenska-súrrealisma inn í íslenskar bókmenntir. Þar voru með Einari í för Sjón, Jóhamar, og Þór Eldon, síðar Sykurmoli. Einnig starfaði hann í hljómsveitinni Fan Houtens Kókó, sem leiddi hann síðar beint inn í hljómsveitina Kukl sem varð fyrsta útrásarsveit Íslendinga – með ófyrirséðum afleiðingum - svo sem Sykurmolunum og sólóferli Bjarkar. Einar lauk BA prófi í tónlistarkennslu 1989 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, og síðar framhaldnámi í tónsmíðum og tónvísindum frá sama skóla, og hefur starfað síðan sem tónlistarkennari og skólastjóri við ýmsa tónlistarskóla á Íslandi. Hann hefur verið afkastamikið tónskáld, jafnt í nútímatónlist, kvikmyndatónlist sem og alþýðutónlist. Af kvikmyndatónlist má nefna „Dagsverk“ eftir Kára Schram, heimildarmynd um Jón úr Vör, og „Draumadísir“ eftir Ásdísi Thoroddsen. Helstu nútímatónverk Einars eru t.d. „Sketches for Piano“, „String Travels“, „Grandmother“, „Introitus“, „On the 128th Birthday of Eric Satie“, og „Tribute to Spring and Franz Liszt“. Af nýjustu viðfangsefnum Melaxar má helst nefna: Óperu við texta Dags Sigurðarsonar skálds, söfnum náttúrulegra umhverfishljóða og smíði klassískra miðaldarhljóðfæra, en á tónleikunum í Vatnasafninu mun Einar leika á eitt af smíðaverkum sínum: Viola da Gamba, sem er undanfari knéfiðlunar. Lagsbróðir hans, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddi endursköpun íslenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þeyr og Kukl þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveitanna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistarmenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guðlaugur ýmsar stefnur og nálganir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk nýbylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan sem rythma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tónsmíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Schostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári síðan kom út platan Dense Time þar sem Guðlaugur flytur verk sín ásamt ýmsum tónlistarmönnum. Á þeirri plötu má finna gott yfirlit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaugur hefur þróað með sér. Tónleikarnir í Vatnasafninu byggja annars vegar á efninu sem þar er að finna, en í upphafi tónleikanna verður frumflutt nýtt verk; „On the binary nature of triad structures in the subnuclear realm“ auk verka tónskáldanna Vivaldi, Bach og Charles Mingus. Forvitnilegt verður gestum að heyra þá félaga flytja verk sín í sérkennilegum heimkynnum Vatnasafnsins þegar kvöldsólin skín beint inn um glugga safnsins sérstaka í Hólminum.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“