Ragnar í Bocuse d‘Or 12. júlí 2007 09:15 Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse D‘Or. MYND/Anton Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið
Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið