Klassískar perlur á Gljúfrasteini 13. júlí 2007 06:00 Á sunnudag munu þau Guðrún og Kristján leika á píanó og kontrabassa á tónleikum á Gljúfrasteini. Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“