Djasshátíð í fjallafaðmi 13. júlí 2007 09:00 Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi Jazz undir fjöllum, vonast eftir góðri aðsókn og vill endilega fá fólk úr nærliggjandi sveitum á Skóga. MYND/Vilhelm Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“