Fyrsta tónleikaferðin í tíu ár 22. júlí 2007 03:30 Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni sem er á leið í tónleikaferð um landið. Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“