Fyrsta tónleikaferðin í tíu ár 22. júlí 2007 03:30 Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit sinni sem er á leið í tónleikaferð um landið. Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fer í tveggja vikna tónleikaferð um Ísland hinn 28. júlí ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð dönskum og íslenskum tónlistarmönnum. Með í för verður danska hljómsveitin Jazirkus. „Við erum búnir að æfa á fullu og þetta er að smella gríðarvel saman,“ segir Jónas, sem er búsettur í Danmörku þar sem hann starfar sem forritari hjá Microsoft. „Það er svolítið flókið dæmi að koma mönnum saman í svona lagað og maður gerir þetta ekki fyrir efnahagslegan ávinning. En þetta verður mjög spennandi og ég hlakka mikið til.“ Í hljómsveitinni verða meðal annars tveir trommuleikarar og blásarar og má því búast við mikilli stemningu á tónleikaferðinni.Öðruvísi en áðurJónas gaf fyrir síðustu jól út sína fyrstu sólóplötu, Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hefur hann ekki spilað hérlendis síðan hann hélt útgáfutónleika fyrir jól og því er spenningurinn orðinn mikill að kynna plötuna betur. Þetta verður jafnframt fyrsta tónleikaferð Jónasar um landið síðan hann var í hljómsveitinni Sólstrandagæjarnir fyrir um það bil tíu árum. „Þetta verður allt öðruvísi. Það er rosalegur munur frá þeim tíma enda erum við með konur og börn og hlutirnir á allt öðrum nótum,“ segir hann. Umslagið tilbúiðJónas er þegar búinn að hanna umslagið á næstu plötu sína þrátt fyrir að lögin séu ekki næstum því tilbúin. „Ég er að vinna nýtt efni og þetta er að malla svolítið hjá mér. Ég er þegar kominn með konseptið að næstu plötu en þetta er allt saman spurning um tíma og peninga.“ Þrjú lög ókeypis Í tilefni tónleikaferðarinnar verður hægt að sækja þrjú af lögum Jónasar frítt af heimasíðunnni www.jonassigurdsson.com. Einnig verður hægt að fylgjast með túrnum á heimasíðunni.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira