Guacamole-nasl frá Gullu 26. júlí 2007 01:15 Guðlaug Halldórsdóttir bar fram guacamole-nasl sem forrétt. fréttablaðið/valli Hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skapandi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala. Einn af þeim réttum sem Gulla býður upp á í þætti kvöldsins er guacamole, sem hún segir að sé gott að borða við ýmis tækifæri, til dæmis sem forrétt. „Það er einmitt þannig sem hún ber það fram í þættinum, sem svona snarl á undan grillmat,“ sagði Vala. Hún var afar hrifin af guacamole-rétti Gullu, sem er nokkurs konar útfærsla á venjulegu guacamole. „Þetta var alveg dýrindis matur. Ég sagði við Gullu að ég hefði alveg verið sátt við að borða þetta eingöngu, þetta var svo gott,“ sagði Vala og hló við. „Maður rífur þetta svolítið í sundur með fingrunum, sem var ótrúlega þægilegt,“ bætti hún við. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni
Hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skapandi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala. Einn af þeim réttum sem Gulla býður upp á í þætti kvöldsins er guacamole, sem hún segir að sé gott að borða við ýmis tækifæri, til dæmis sem forrétt. „Það er einmitt þannig sem hún ber það fram í þættinum, sem svona snarl á undan grillmat,“ sagði Vala. Hún var afar hrifin af guacamole-rétti Gullu, sem er nokkurs konar útfærsla á venjulegu guacamole. „Þetta var alveg dýrindis matur. Ég sagði við Gullu að ég hefði alveg verið sátt við að borða þetta eingöngu, þetta var svo gott,“ sagði Vala og hló við. „Maður rífur þetta svolítið í sundur með fingrunum, sem var ótrúlega þægilegt,“ bætti hún við.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni