Góð stemning á G! í Færeyjum 26. júlí 2007 00:30 G! fer fram í Götu sem er heimabær Eivarar Pálsdóttur en hún spilar alltaf á hátíðinni. Hér sést yfir ströndina þar sem tónleikar hennar fóru fram. Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel.. Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel..
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“