Vináttan sem sprakk 27. júlí 2007 04:30 Bubbi og Megas syngja saman á tónleikum 17. júní 1985. Töluverð umræða hefur verið uppi um lagið „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt" sem er að finna á nýjustu plötu Megasar, Frágangur. Hefur því verið haldið fram að í laginu sé Megas að skjóta föstum skotum að Bubba Morthens, sem Megas hefur reyndar sjálfur harðneitað í útvarpsviðtali. Einnig hefur því verið fleygt að lagið „Gott er að elska" sé einhvers konar vísun í hið vinsæla lag Bubba, „Það er gott að elska", sem kom út á plötunni Lífið er ljúft árið 1993. Meistari Megas hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Frágangur. Vináttusambandið sprakk „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju," segir útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson, sem er mikill Megasaraðdáandi. Hann er hæstánægður með nýjustu plötu meistarans, sem er hans fyrsta með nýju efni í sex ár. „Mér finnst hún alveg frábær. Ég segi það hiklaust að þessi plata er ein af fimm bestu Megasarplötunum." Fjölmargar gróusögur Bubbi og Megas störfuðu mikið saman á níunda áratugnum og gáfu meðal annars út plötuna Bláir draumar. Auk þess sungu þeir saman lagið Fatlafól við miklar vinsældir íslensku þjóðarinnar. Eitthvað slettist upp á vinskap þeirra nokkrum árum síðar og hafa sögurnar í kringum það verið eins misjafnar og þær eru margar. Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið uppi um lagið „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt" sem er að finna á nýjustu plötu Megasar, Frágangur. Hefur því verið haldið fram að í laginu sé Megas að skjóta föstum skotum að Bubba Morthens, sem Megas hefur reyndar sjálfur harðneitað í útvarpsviðtali. Einnig hefur því verið fleygt að lagið „Gott er að elska" sé einhvers konar vísun í hið vinsæla lag Bubba, „Það er gott að elska", sem kom út á plötunni Lífið er ljúft árið 1993. Meistari Megas hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Frágangur. Vináttusambandið sprakk „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju," segir útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson, sem er mikill Megasaraðdáandi. Hann er hæstánægður með nýjustu plötu meistarans, sem er hans fyrsta með nýju efni í sex ár. „Mér finnst hún alveg frábær. Ég segi það hiklaust að þessi plata er ein af fimm bestu Megasarplötunum." Fjölmargar gróusögur Bubbi og Megas störfuðu mikið saman á níunda áratugnum og gáfu meðal annars út plötuna Bláir draumar. Auk þess sungu þeir saman lagið Fatlafól við miklar vinsældir íslensku þjóðarinnar. Eitthvað slettist upp á vinskap þeirra nokkrum árum síðar og hafa sögurnar í kringum það verið eins misjafnar og þær eru margar. Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“