Semur í göngutúrum 10. ágúst 2007 01:00 San Francisco-sveitin Vetiver er eitt af aðaltrompum „freak-folk“senunnar sem hefur fengið mikla og góða athygli hjá tónlistarpressunni undanfarin misseri. Hljómsveitin Vetiver heldur tónleika á Organ í kvöld. Andy Cabric, forsprakki sveitarinnar, er spenntur fyrir tónleikunum. Vetiver er frá San Francisco og hefur verið ein af leiðandi hljómsveitum hinnar svokölluðu „freak-folk“ senu en innan hennar teljast nöfn á borð við CocoRosie, Six Organs of Admittance og Joanna Newsom. Andy Cabic, forsprakki Vetiver, er mikill vinur Devendra Banhart og hafa þeir gárungar unnið mikið saman. Cabic hefur meðal annars samið lög fyrir Devendra og tók einnig upp síðustu plötu hans. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins segir Andy að rætur „freak-folk“ senunnur liggi að mestu innan Kaliforníu en sjálfur segir Andy að hann leiti mun meira til Velvet Underground og sveim- og draumkenndra sveita 10. áratugarins á Bretlandi. Því til sönnunar má nefna að Hope Sandoval, söngkona Mazzy Star, og Colm O‘Ciosoig, trommari My Bloody Valentine, komu bæði við sögu á frumburði Vetiver. Andy segir að allt tónlistarlegt landslag í San Francisco sé einkar þægilegt og að borgin sé vafalaust sú evrópskasta af borgum Bandaríkjanna. „Ég held samt að allt sem ég geri í sambandi við tónlist sé að mestu innhverft og hafi lítið að gera með staðinn sem ég bý á. Nema kannski að ég geng um borgina þegar ég sem textana mína. Öll mín lög byrja þannig á göngutúr út í almenningsgarð.“ Andy og aðrir úr Vetiver vinna nú að nýrri plötu og hefur Andy einnig verið að vinna að plötu með ábreiðulögum. „Við munum pottþétt spila eitthvað af þessum lögum,“ útskýrir Andy, en af rödd hans að dæma iðar hann í skinninu af tilhlökkun yfir að koma til Íslands. Tónleikar Vetiver hefjast stundvíslega klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn en Lights on the Highway og My Summer as a Salvation Soldier sjá um upphitun. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Vetiver heldur tónleika á Organ í kvöld. Andy Cabric, forsprakki sveitarinnar, er spenntur fyrir tónleikunum. Vetiver er frá San Francisco og hefur verið ein af leiðandi hljómsveitum hinnar svokölluðu „freak-folk“ senu en innan hennar teljast nöfn á borð við CocoRosie, Six Organs of Admittance og Joanna Newsom. Andy Cabic, forsprakki Vetiver, er mikill vinur Devendra Banhart og hafa þeir gárungar unnið mikið saman. Cabic hefur meðal annars samið lög fyrir Devendra og tók einnig upp síðustu plötu hans. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins segir Andy að rætur „freak-folk“ senunnur liggi að mestu innan Kaliforníu en sjálfur segir Andy að hann leiti mun meira til Velvet Underground og sveim- og draumkenndra sveita 10. áratugarins á Bretlandi. Því til sönnunar má nefna að Hope Sandoval, söngkona Mazzy Star, og Colm O‘Ciosoig, trommari My Bloody Valentine, komu bæði við sögu á frumburði Vetiver. Andy segir að allt tónlistarlegt landslag í San Francisco sé einkar þægilegt og að borgin sé vafalaust sú evrópskasta af borgum Bandaríkjanna. „Ég held samt að allt sem ég geri í sambandi við tónlist sé að mestu innhverft og hafi lítið að gera með staðinn sem ég bý á. Nema kannski að ég geng um borgina þegar ég sem textana mína. Öll mín lög byrja þannig á göngutúr út í almenningsgarð.“ Andy og aðrir úr Vetiver vinna nú að nýrri plötu og hefur Andy einnig verið að vinna að plötu með ábreiðulögum. „Við munum pottþétt spila eitthvað af þessum lögum,“ útskýrir Andy, en af rödd hans að dæma iðar hann í skinninu af tilhlökkun yfir að koma til Íslands. Tónleikar Vetiver hefjast stundvíslega klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn en Lights on the Highway og My Summer as a Salvation Soldier sjá um upphitun.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira