Inngrip seðlabanka hífði upp vísitölur 18. ágúst 2007 08:00 Hlutabréfavísitölur í flestum löndum fóru upp eftir inngrip seðlabanka Bandaríkjanna í gær. Niðursveiflan hélt áfram í Asíu. MYND/AP Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu tóku við sér í gær eftir talsverða lækkun í vikunni eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka millibankavexti lánastofnana um 50 punkta í því augnamiði að draga úr óróa á fjármálamarkaði. Þetta kemur í viðbót við milljarða dala innlegg bankans á fjármálamarkað en seðlabankar nokkurra landa hafa opnað pyngjur sínar til að gera bönkum kleift að sækja sé fjármagn á lágum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Hlutabréfamarkaður í Asíu tók hins vegar enn eina dýfuna en fjárfestar þar gerðu ráð fyrir frekari hrakfregnum af bandarískum fasteignalánamarkaði auk þess sem margir þeirra losuðu um áhættusamar fjárfestingar. Nikkei-vísitalan féll við þetta um heil 5,4 prósent í kauphöllinni í Japan en Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu fór niður um 3,2 prósent. Þrátt fyrir inngrip seðlabankans vestanhafs ekki ekki víst hvort það dugi til að róa markaðinn en fréttastofan Associated Press segir óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu tóku við sér í gær eftir talsverða lækkun í vikunni eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka millibankavexti lánastofnana um 50 punkta í því augnamiði að draga úr óróa á fjármálamarkaði. Þetta kemur í viðbót við milljarða dala innlegg bankans á fjármálamarkað en seðlabankar nokkurra landa hafa opnað pyngjur sínar til að gera bönkum kleift að sækja sé fjármagn á lágum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Hlutabréfamarkaður í Asíu tók hins vegar enn eina dýfuna en fjárfestar þar gerðu ráð fyrir frekari hrakfregnum af bandarískum fasteignalánamarkaði auk þess sem margir þeirra losuðu um áhættusamar fjárfestingar. Nikkei-vísitalan féll við þetta um heil 5,4 prósent í kauphöllinni í Japan en Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu fór niður um 3,2 prósent. Þrátt fyrir inngrip seðlabankans vestanhafs ekki ekki víst hvort það dugi til að róa markaðinn en fréttastofan Associated Press segir óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.
Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira