Kynlíf fyrir opnum tjöldum 20. ágúst 2007 05:30 John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem sýnir leikara hafa samfarir. „Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp