Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu 24. ágúst 2007 06:45 Sigga Beinteins segir 2007 gott ár til að gera nýja plötu, enda sé talan „7“ hennar happatala. MYND/Teitur „Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“