Svifið um á Warhawk 29. október 2007 00:01 Tölvuleikir Warhawk Playstation 3 HHHH Einn af betri leikjum á PS3 og besti netspilunarleikurinn á vélina hingað til. Fyrst þegar ég sá Warhawk á E3 2006 var ég ekki alveg viss hvað ég átti að halda. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem ég sá nota Sixaxis-stjórnun Sony. Það virkaði eitthvað svo skrítið að fljúga svona um, en eftir að hafa spilað lokaútgáfu leiksins hefur álit mitt breyst algerlega. Eftir að hafa upplifað fyrsta stóra bardagann á netinu hverfa allar efasemdirnar um leikinn. Leikurinn er hraður og skemmtilegur og býður upp á fjölbreytta spilun og stjórnun. Ég var sérstaklega hrifinn af því að maður getur valið hvernig stjórnun maður hefur ef maður er fótgangandi, fljúgandi eða á farartæki á jörðu niðri. Með þessu má fá góðan valkost um stjórnun. Í netleikjum er jafnvægi gríðarlega mikilvægur hlutur, og það er ekki auðvelt í leik eins og Warhawk þar sem fólk er fótgangandi, með alls konar brjáluð vopn. Maður er með fólk á jeppum með stórskotabyssur. Síðan er bætt við þetta springandi skriðdrekum og fljúgandi um himininn eru Warhawk-vélarnar á fullri ferð að skjóta hverja aðra niður og hvern sem verður í vegi þeirra. Warhawk nær þessu jafnvægi. Vegna þessara mismunandi leiða til að berjast munu flestir dást að Warhawk-vélunum og hvernig má svífa um himininn á þeim. Það er hægt að stjórna vélinni á tvenna vegu, með beinu flugi eða svifi. Hægt er að gera alls konar listir í loftinu, bæði til að heilla fólk á jörðu niðri og til að reyna að hrista af sér eldflaugina sem besti vinur manns var að enda við að senda á mann. Vilji maður gera árás á jörðu niðri er auðvelt að smella á einn takka og þá hagar Warhawk-vélin sér ekki ólíkt breskri Harrier-þotu. Leikurinn býður upp á nokkra fjölbreytni í leikjatýpum, það er hið klassíska: Deathmatch, Team Deatmatch, Ctf, Dogfight og síðan Zones. Leikurinn skartar fimm borðum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera dálítið lítið, en þegar er tekið tillit til að borðin geta breyst eftir hve margir eru að spila á því eða hvaða leikjategund er spiluð breytist þetta fljótt. Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fyrst þegar ég sá Warhawk á E3 2006 var ég ekki alveg viss hvað ég átti að halda. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem ég sá nota Sixaxis-stjórnun Sony. Það virkaði eitthvað svo skrítið að fljúga svona um, en eftir að hafa spilað lokaútgáfu leiksins hefur álit mitt breyst algerlega. Eftir að hafa upplifað fyrsta stóra bardagann á netinu hverfa allar efasemdirnar um leikinn. Leikurinn er hraður og skemmtilegur og býður upp á fjölbreytta spilun og stjórnun. Ég var sérstaklega hrifinn af því að maður getur valið hvernig stjórnun maður hefur ef maður er fótgangandi, fljúgandi eða á farartæki á jörðu niðri. Með þessu má fá góðan valkost um stjórnun. Í netleikjum er jafnvægi gríðarlega mikilvægur hlutur, og það er ekki auðvelt í leik eins og Warhawk þar sem fólk er fótgangandi, með alls konar brjáluð vopn. Maður er með fólk á jeppum með stórskotabyssur. Síðan er bætt við þetta springandi skriðdrekum og fljúgandi um himininn eru Warhawk-vélarnar á fullri ferð að skjóta hverja aðra niður og hvern sem verður í vegi þeirra. Warhawk nær þessu jafnvægi. Vegna þessara mismunandi leiða til að berjast munu flestir dást að Warhawk-vélunum og hvernig má svífa um himininn á þeim. Það er hægt að stjórna vélinni á tvenna vegu, með beinu flugi eða svifi. Hægt er að gera alls konar listir í loftinu, bæði til að heilla fólk á jörðu niðri og til að reyna að hrista af sér eldflaugina sem besti vinur manns var að enda við að senda á mann. Vilji maður gera árás á jörðu niðri er auðvelt að smella á einn takka og þá hagar Warhawk-vélin sér ekki ólíkt breskri Harrier-þotu. Leikurinn býður upp á nokkra fjölbreytni í leikjatýpum, það er hið klassíska: Deathmatch, Team Deatmatch, Ctf, Dogfight og síðan Zones. Leikurinn skartar fimm borðum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera dálítið lítið, en þegar er tekið tillit til að borðin geta breyst eftir hve margir eru að spila á því eða hvaða leikjategund er spiluð breytist þetta fljótt. Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira