Þetta er safngripur 14. nóvember 2007 00:01 „Yfirleitt hreyfi ég hann ekki í rigningu heldur hef hann inni í skúr,“ segir Ragnar um bílinn sinn Dodge Charger SRT-8. fréttablaðið/anton Flestir reka upp stór augu þegar þeir mæta Ragnari Magnússyni veitingamanni á sínum gula og glæsta Dodge Charger SRT-8. Anton ljósmyndari var ekki seinn á sér að taka upp myndavélina og festa þá á filmu. Það er á einum af mörgum rigningardögum haustsins sem Ragnari bregður fyrir á gulum fáki nærri Fréttablaðshúsinu. Hann er umsvifalaust tekinn á beinið og spurður út í bílinn. „Það er nú fátítt að ég sé á þessum bíl í svona veðri," segir hann hlæjandi. „Yfirleitt hreyfi ég hann ekki í rigningu heldur hef hann inni í skúr og nota hann bara þegar götur eru þurrar. Það er ekkert gaman að vera á honum óhreinum. Þetta er svona bíll sem á að vera flottur." Bíllinn hans Ragnars er Dodge Charger SRT-8 og er einn af þúsund í heiminum þeirrar gerðar. „Þessi er númer 749," segir Ragnar og sýnir númer í mælaborðinu til merkis um það. Dodge-inn er af árgerð 2007 en Ragnar segir hann hafa komið til landsins nýjan í lok desember 2006 og vera bara ekinn átta þúsund kílómetra. Hann er með 6 lítra Hemi-vél og orkan er 425 hestöfl. Eigin þyngd er 1.950 kíló og hann dregur ansi vel að sögn eigandans. „Þessi bíll vakti mikla athygli á bíladögum á Akureyri í sumar og fékk viðurkenningu þar en ég var ekki eigandi hans þá," segir Ragnar, sem kveðst nýbúinn að kaupa gripinn af manninum sem flutti hann inn. Hvað var það svo sem heillaði hann sérstaklega? „Bara allt. Liturinn og aksturseiginleikarnir. Að setja hann í gang er eiginlega alveg ótrúlegt," segir hann og horfir með ástúð á þann gula. Skyldi hann ekki hafa verið dýr? „Hann var í kringum átta og hálfa milljón. Það er auðvitað í hærri kantinum en þetta er eiginlega safngripur. Ég er forfallinn bílasjúklingur." gun@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp
Flestir reka upp stór augu þegar þeir mæta Ragnari Magnússyni veitingamanni á sínum gula og glæsta Dodge Charger SRT-8. Anton ljósmyndari var ekki seinn á sér að taka upp myndavélina og festa þá á filmu. Það er á einum af mörgum rigningardögum haustsins sem Ragnari bregður fyrir á gulum fáki nærri Fréttablaðshúsinu. Hann er umsvifalaust tekinn á beinið og spurður út í bílinn. „Það er nú fátítt að ég sé á þessum bíl í svona veðri," segir hann hlæjandi. „Yfirleitt hreyfi ég hann ekki í rigningu heldur hef hann inni í skúr og nota hann bara þegar götur eru þurrar. Það er ekkert gaman að vera á honum óhreinum. Þetta er svona bíll sem á að vera flottur." Bíllinn hans Ragnars er Dodge Charger SRT-8 og er einn af þúsund í heiminum þeirrar gerðar. „Þessi er númer 749," segir Ragnar og sýnir númer í mælaborðinu til merkis um það. Dodge-inn er af árgerð 2007 en Ragnar segir hann hafa komið til landsins nýjan í lok desember 2006 og vera bara ekinn átta þúsund kílómetra. Hann er með 6 lítra Hemi-vél og orkan er 425 hestöfl. Eigin þyngd er 1.950 kíló og hann dregur ansi vel að sögn eigandans. „Þessi bíll vakti mikla athygli á bíladögum á Akureyri í sumar og fékk viðurkenningu þar en ég var ekki eigandi hans þá," segir Ragnar, sem kveðst nýbúinn að kaupa gripinn af manninum sem flutti hann inn. Hvað var það svo sem heillaði hann sérstaklega? „Bara allt. Liturinn og aksturseiginleikarnir. Að setja hann í gang er eiginlega alveg ótrúlegt," segir hann og horfir með ástúð á þann gula. Skyldi hann ekki hafa verið dýr? „Hann var í kringum átta og hálfa milljón. Það er auðvitað í hærri kantinum en þetta er eiginlega safngripur. Ég er forfallinn bílasjúklingur." gun@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp