Tinandi tímasprengjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 21. nóvember 2007 00:01 Sem hvatvísin uppmáluð þjálfa ég takmarkaða þolinmæðina mest gagnvart mjatli og fálmi og óþolandi langdregni. Er oft eins og fló á skinni í samræðum við hægtalandi fólk, klára setningar viðmælandans í huganum löngu á undan honum og finnst tímanum almennt illa varið í bið. Þótt þessum röskleika fylgi ýmsir kostir er yfirvegun því miður ekki einn þeirra. Þannig er ég alveg örugglega oft óþægilega hreinskilin svo heiðvirðir borgarar og maðurinn minn roðna ofan í tær. Vil ég nota tækifærið og biðja öll mín fórnarlömb afsökunar á dónaskapnum, þetta var ekki illa meint. Drifkrafturinn laumaðist hér áður fyrr örlítið í bensínfótinn þó ég hafi reyndar aldrei komist almennilega í kast við lögin. Þetta var áður en ég eignaðist börn því við þau tímamót varð skammhlaup í hvatvísisstöð heilans. Skyndilega var ég orðin ábyrgðaraðili og bílaumferðin breyttist yfir nótt í blóðþyrstan vígvöll. Samúðin snerist umsvifalaust á sveif með löglegum hraða og þoli ég nú fátt verr en bandítta sem leggjast á ljós og flautur ef þeim þykir ekki nógu hratt farið. Nema ef vera kynni skjálfandi gamalmenni með lúshægt viðbragð. Hættulegt sjálfu sér og öðrum, eins og bandíttarnir sem komast aldrei nógu hratt. Sumt gamalt fólk undir stýri er sem tinandi tímasprengjur. Í Fréttablaðinu um helgina var einmitt rætt við eldhressan Hvolsvelling á tíræðisaldri. Þrátt fyrir að hafa næstum aldrei keyrt eftir bílprófið í seinni heimsstyrjöldinni finnst honum núna nákvæmlega rétti tíminn til að byrja. Telur algjöran óþarfa að vera eitthvað að tékka á kunnáttu og viðbragði því hann á nefnilega vin sem getur leiðbeint honum svo ágætlega. Það fylgdi ekki sögunni hvort þeir eru jafnaldrar. Eins dásamlegt og það hlýtur að vera að njóta lífsins alla ævi, þá er vandinn trúlega oft að fólk þekki ekki sinn vitjunartíma, en þrjóskist við aksturinn löngu eftir að kominn er tími á leigubíla. Stundum þarf enn ýktari dæmi til að minna á að það eru ekki bara ungir menn með svellandi testósterón og tölvuleikjaminni sem eru hættulegir í umferðinni. Eins og yfirvöld vilja hægja á þeim hvatvísu verður að strengja reglurnar í hinn endann líka. Líf eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun
Sem hvatvísin uppmáluð þjálfa ég takmarkaða þolinmæðina mest gagnvart mjatli og fálmi og óþolandi langdregni. Er oft eins og fló á skinni í samræðum við hægtalandi fólk, klára setningar viðmælandans í huganum löngu á undan honum og finnst tímanum almennt illa varið í bið. Þótt þessum röskleika fylgi ýmsir kostir er yfirvegun því miður ekki einn þeirra. Þannig er ég alveg örugglega oft óþægilega hreinskilin svo heiðvirðir borgarar og maðurinn minn roðna ofan í tær. Vil ég nota tækifærið og biðja öll mín fórnarlömb afsökunar á dónaskapnum, þetta var ekki illa meint. Drifkrafturinn laumaðist hér áður fyrr örlítið í bensínfótinn þó ég hafi reyndar aldrei komist almennilega í kast við lögin. Þetta var áður en ég eignaðist börn því við þau tímamót varð skammhlaup í hvatvísisstöð heilans. Skyndilega var ég orðin ábyrgðaraðili og bílaumferðin breyttist yfir nótt í blóðþyrstan vígvöll. Samúðin snerist umsvifalaust á sveif með löglegum hraða og þoli ég nú fátt verr en bandítta sem leggjast á ljós og flautur ef þeim þykir ekki nógu hratt farið. Nema ef vera kynni skjálfandi gamalmenni með lúshægt viðbragð. Hættulegt sjálfu sér og öðrum, eins og bandíttarnir sem komast aldrei nógu hratt. Sumt gamalt fólk undir stýri er sem tinandi tímasprengjur. Í Fréttablaðinu um helgina var einmitt rætt við eldhressan Hvolsvelling á tíræðisaldri. Þrátt fyrir að hafa næstum aldrei keyrt eftir bílprófið í seinni heimsstyrjöldinni finnst honum núna nákvæmlega rétti tíminn til að byrja. Telur algjöran óþarfa að vera eitthvað að tékka á kunnáttu og viðbragði því hann á nefnilega vin sem getur leiðbeint honum svo ágætlega. Það fylgdi ekki sögunni hvort þeir eru jafnaldrar. Eins dásamlegt og það hlýtur að vera að njóta lífsins alla ævi, þá er vandinn trúlega oft að fólk þekki ekki sinn vitjunartíma, en þrjóskist við aksturinn löngu eftir að kominn er tími á leigubíla. Stundum þarf enn ýktari dæmi til að minna á að það eru ekki bara ungir menn með svellandi testósterón og tölvuleikjaminni sem eru hættulegir í umferðinni. Eins og yfirvöld vilja hægja á þeim hvatvísu verður að strengja reglurnar í hinn endann líka. Líf eru í húfi.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun