Ný jólakúla komin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2007 06:00 Jólakúlan í ár er skreytt mynstri sem minnir á fyrsta brumið sem gægist uppúr snjónum að vori. Jólakúlan 2007 eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur er komin á markað. „Ég sæki hugmyndirnar að mynstri jólakúlanna jafnan í íslenskan vetur. Þetta árið minnir munstrið á fyrsta brumið eða gróðursprota sem gægjast upp úr snjónum að vori,“ segir keramikerinn Ólöf Erla sem nú hefur gert enn eina hvíta handgerða postulínskúlu fyrir jólin. Þessi er sú fimmta í röðinni. Hún kveðst ætla að láta staðar numið þegar sjö árgerðir verði komnar. Þó stefni hún að því að halda áfram að gera hannaðan jólagrip eftir það en þá einhverja nýja línu. Ólöf Erla hefur rekið Kirsuberjatréð að Vesturgötu 4 í tólf ár ásamt tíu öðrum konum sem allar selja eigin hönnun í versluninni. Þar er nýja jólakúlan til sölu og einnig í Saltfélaginu Grandagarði 2, Epal Skeifunni 6 og Epal design í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jólakúlur fyrri ára fást einnig í takmörkuðu upplagi.- gunHandgerðu jólakúlurnar hennar Ólafar Erlu eru ekta íslenskir safngripir. Hér eru fjórar þær eldri. Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Kjöt í stað jólakorta Jól Rúsínukökur Jólin
Jólakúlan 2007 eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur er komin á markað. „Ég sæki hugmyndirnar að mynstri jólakúlanna jafnan í íslenskan vetur. Þetta árið minnir munstrið á fyrsta brumið eða gróðursprota sem gægjast upp úr snjónum að vori,“ segir keramikerinn Ólöf Erla sem nú hefur gert enn eina hvíta handgerða postulínskúlu fyrir jólin. Þessi er sú fimmta í röðinni. Hún kveðst ætla að láta staðar numið þegar sjö árgerðir verði komnar. Þó stefni hún að því að halda áfram að gera hannaðan jólagrip eftir það en þá einhverja nýja línu. Ólöf Erla hefur rekið Kirsuberjatréð að Vesturgötu 4 í tólf ár ásamt tíu öðrum konum sem allar selja eigin hönnun í versluninni. Þar er nýja jólakúlan til sölu og einnig í Saltfélaginu Grandagarði 2, Epal Skeifunni 6 og Epal design í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jólakúlur fyrri ára fást einnig í takmörkuðu upplagi.- gunHandgerðu jólakúlurnar hennar Ólafar Erlu eru ekta íslenskir safngripir. Hér eru fjórar þær eldri.
Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Kjöt í stað jólakorta Jól Rúsínukökur Jólin