Demókratar andvígir fjölgun hermanna 6. janúar 2007 12:21 Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira