Grænlenska bomban slær í gegn 28. janúar 2007 11:15 Angutimmarik Kreutzmann er aðeins 18 ára gamall en er samt næst markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi. MYND/Getty Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira