Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins 29. janúar 2007 14:30 Colin Montgomerie er einna þekktastur fyrir að vera einn allra besti kylfingur í heimi sem enn hefur ekki unnið stórmót. MYND/Getty Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi. Golf Íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi.
Golf Íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira