Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi 29. janúar 2007 19:02 Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn. Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila