Íslensku tónlistarverðlaunin 2006 verða afhent í Borgarleikhúsinu í kvöld, 31. janúar. Þetta er í 13. sinn sem verðlaunaafhendingin fer fram.
Veitt verða verðlaun í þremur mismunandi flokkum, sígildri- og samtímatónlist, jazztónlist og fjölbreyttri tónlist. Að auki verður verðlaunað fyrir myndband ársins og plötuumslag ársins og bjartasta vonin valin. Ýmsir tónlistamenn koma fram en þar á meðal eru Stórsveit Reykjavíkur, Pétur Ben, Lay Low, Voces Thules, Víkingur Heiðar Ólafsson og Baggalútur og Björgvin Halldórsson. Kynnir kvöldsins er sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson. Sýnt verður beint frá verðlaunaafhendingunni í Sjónvarpinu og hefst útsendingin kl. 20:00.
Sjá nánar: http://www.iston.is/