Norræna kauphallarsamstæðan OMX skilaði 911 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 8,9 milljörðum íslenskra króna. Tilsamanburðar nam hagnaðurinn árið 2005 543 milljónum sænskra króna, eða rúmum 5,3 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri samstæðunnar segir síðasta ár hafa verið að mörgu leyti metár. Samstæðan keypti meðal annars Kauphöll Íslands í fyrra.
Hagnaður OMX á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 296 milljónum sænskra króna, jafnvirði 2,9 milljarða íslenskra króna.
Rekstrarhagnaður í fyrra nam 1,2 milljörðum króna, 11,8 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 910 milljónir sænskra króna, eða rúmra 8,9 milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi nam 355 milljónum sænskra króna, jafnvirði tæpra 3,5 milljarða íslenskra króna, sem er 92 milljóna sænskra króna hækkun á milli ára.
Haft er eftir Magnusi Böcker, forstjóra OMX, í tilkynningu að síðasta ár hafi á margan hátt verið metár hjá OMX en bæði tekjur hafi verið með hæsta móti auk þess sem rekstrarafkoman hafi aldrei verið betri. Hagnaður á hlut jókst um 64 prósent miðað við árið á undan og arðsemi eigin fjár nam 20 prósentum. „Eftir nokkurra ára tímabil uppbyggingar hefur OMX nú náð sterkri stöðu meðal kauphalla á alþjóðavettvangi en kauphallamarkaðurinn einkennist af örum vexti," segir hann.
<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=36615"
target="new_">Uppgjör OMX</a>
Metár hjá OMX-samstæðunni

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent


Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent