Hlýnun bætir nýtingu virkjana 3. febrúar 2007 19:00 Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum." Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum."
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira