Þúsund fallnir á sjö dögum 4. febrúar 2007 12:00 Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Árásin í Bagdad í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Hún varð með þeim hætti að vörubíl drekkhlöðnum sprengiefni var ekið að markaðstorgi í einu af sjíahverfum borgarinnar og hann svo sprengdur upp með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggining alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein fyrrverandi forseta landsins um tilræðið og hét því að ríkisstjórnin myndi taka öfgamenn enn fastari tökum en áður. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af sífellt stærri og mannskæðari árásum svo augljóst er að andspyrnuhóparnir í landinu eru vel skipulagðir og hafa nægt fé til að inna slík voðaverk af hendi. Ofbeldið hélt áfram í morgun en þá fórust fjórir í bílsprengjuárás í höfuðborginni og skammt fyrir utan hana létust fjórir lögreglumenn þegar þeir óku yfir sprengju í vegkanti. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. Árásin í Bagdad í gær er sú mannskæðasta sem framin hefur verið frá því að ráðist var inn í landið vorið 2003. Hún varð með þeim hætti að vörubíl drekkhlöðnum sprengiefni var ekið að markaðstorgi í einu af sjíahverfum borgarinnar og hann svo sprengdur upp með þeim afleiðingum að 135 dóu og hátt í þrjú hundruð særðust. Heilu húsaraðirnar tættust í sundur eða jöfnuðust hreinlega við jörðu. Í morgun blasti eyðileggining alls staðar við, enn var verið að leita að líkum í rústum húsa og grátandi fólk ráfaði um blóði drifnar göturnar. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kenndi Nuri al-Maliki forsætisráðherra fylgismönnum Saddams Hussein fyrrverandi forseta landsins um tilræðið og hét því að ríkisstjórnin myndi taka öfgamenn enn fastari tökum en áður. Maliki hefur áður haft svipaðar heitstrengingar í frammi en ekki er að sjá að stjórnin fái neinum böndum komið á ofbeldið í landinu. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hafa um eitt þúsund manns látið lífið í sjálfsmorðstilræðum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna síðastliðna viku. Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af sífellt stærri og mannskæðari árásum svo augljóst er að andspyrnuhóparnir í landinu eru vel skipulagðir og hafa nægt fé til að inna slík voðaverk af hendi. Ofbeldið hélt áfram í morgun en þá fórust fjórir í bílsprengjuárás í höfuðborginni og skammt fyrir utan hana létust fjórir lögreglumenn þegar þeir óku yfir sprengju í vegkanti.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira