Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi 5. febrúar 2007 18:45 Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira