Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem bar sigurorð af Aston Villa á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Það var miðjumaðurinn Steve Sidwell sem skoraði bæði mörk Reading, það fyrra á 16. mínútu en það síðara á 92 mínútu. Með sigrinum styrkir Reading stöðu sína í 6. sæti deildarinnar.
Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading en hann er ennþá að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut í lok síðasta árs.