Vinningshafar Grammy 12. febrúar 2007 16:45 Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“