Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hjá Real Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé á leið til Tottenham í sumar, eftir að hafa fallið niður í goggunarröðinni hjá Real. Robinho segir ástæðuna afar einfalda – Tottenham er ekki nægilega stórt félag fyrir hann.
“Þessar fréttir eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Ef svo færi að ég myndi yfirgefa Real Madrid, þá myndi ég leita mér að öðru stóru félagi. Ég lít ekki á Tottenham sem stórt félag,” sagði Robinho við spænska dagblaðið Marca í gær.